Frændi minn trúir því ekki að ég hafi kosið Sósíalista. Við báðir af rótgrónum krataættum langt aftur suður í Hafnarfjörð. Trúðu mér frændi! Ég kaus Sósíalista. Einu rödd hinna minnimáttar.
Alþýðuflokksrót Samfylkingarinnar er löngu dauð. Rétt eins og rætur Alþýðubandalagsins og Kvennalistans. Samfylkingin er orðinn flokkur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Ekki verkafólks eða þeirra verst settu.
Með formann úr Sjálfstæðisflokknum rétt eins Viðreisn og Flokkur fólksins. Sem munu snúa aftur heim í fang Bjarna Ben. sem getur jú ekki verið lyklalaus í stjórnarandstöðu í engri stöðu til að sukka og svínast með ríkiseigur til vina og ættingja.
Nú er enginn rödd fyrir litla fólkið á þingi. Bara sex borgaraflokkar sem er skítsama um aldraða, öryrkja og fátæka.