Atkvæði kastað á glæ

Dröslaðist á kjörstað í Laugalækjarskóla á heimleið frá mömmu. Hnéhjólið vakti lukku meðal snobbhausanna úr hverfinu mínu eða hitt þó heldur. Tveir sjomlar úr flokknum voru fyrir aftan mig að ræða hvernig þeir gætu haft fé af fólki.

Í annað skipti á ævinni kaus ég vinstra megin við kratahjartað. Ætlaði að koma kjaftöskum á þing sem mótvægi við alla þessa borgaraflokka. En atkvæðið mitt féll dautt niður samkvæmt einhverri reglu fjórflokksins. Kommar eru illa séðir í sölum valdsins.

Vona bara að valkyrkjunar nái saman um stjórn. Meika ekki meira af Bjarnabófanum.

Færðu inn athugasemd