Erum öll mennsk

Veit ekki hvað er í gangi með mig. Dreymi stöðugt sjálfan mig í góðum gír með fólki sem ég er virkilega ósammála eða tel mig ekki líka við. Erum á vinalegu nótunum og hlæjum saman. Að tala um allt annað en það sem skilur okkur að.

Segir mér að ávallt sé hægt að finna sameiginlegan umræðugrundvöll og halda áfram frá þeim punkti. Að óþarfi sé að leggja hatur á fólk fyrir andstæðar skoðanir. Við erum öll mennsk á okkar eigin hátt.

Færðu inn athugasemd