Ég er glæpamaður!

Mér finnst bjór góður af og til. Að kála nokkrum hrímuðum eina kvöldstund með góða tónlist í bakgrunninum sveimandi í gegnum netið.

En hef ekki farið í Ríkið í tíu mánuði sökum fótameins. Bara pantað á netinu og fengið heimsent frá verslun með erlent heimilisfang. Greitt fáeinar krónur meira en sloppið við að haltra og bera veigarnar upp á þriðju hæð.

Sem gerir mig að glæpamanni samkvæmt siðapostulunum í Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Söfnuði síðmiðaldra leiðindaskjóða sem geta ekki unað öðrum að dreypa á smá bjór og víni til hátíðarbrigða.

Banna, banna, banna er þeirra mantra. Hvernig væri að banna þeim að vera svona leiðinleg!

Færðu inn athugasemd