Þá er besti forseti Bandaríkjanna horfinn á braut til forfeðra sinna aldargamall. Hnetubóndi, liðþjálfi í kafbátaflotanum og fyrrum ríkisstjóri Georgiafylkis.
Strangtrúaður Suðurríkjamaður og stakt góðmenni. Laus við alla klæki og lesti. Uppáhalds fyrrum forsetinn sem byggði með eigin höndum ótal húsnæði fyrir þá sem minna máttu sín.
Man hvað mér þótti hann mun góðlegri en Reagan þegar ég var sjö ára gamall. Held að ég hafi gerst Demokrati einmitt þá og æ síðan.