Haltrandi eftir nauðsynjum

Eftir tæpt ár af hreyfingarleysi og pöntuðum vörum í gegnum netið nýt ég þess að haltra á hækjum í gegnum matvörubúðir tvisvar, þrisvar í viku. Snerta og velja ofan í körfuna.

Komast í kynni við annað fólk. Heyra raddir og rifrildi. Vera rassað til hliðar af freka kallinum og syni hans. Kerlingarskassinu sem beið álengdar og lét svo til skarar skríða þegar ég reyndi að nálgast vörur í kælinum.

Merkilegt hve mörgum er illa við fólk sem notar hækjur til að komast á milli staða.

Færðu inn athugasemd