Eiga ekkert að skammast sín. Bara fínt að þeir fái að tjá andúð sina á innflytjendum og flóttafólki. Það er málfrelsi og tjáningarfrelsi síðast þegar ég tékkaði á þessum Klaka. Hatursorðræða verður víst að heyrast eins og hvert annað gjamm.
Ótrúlegt að það sé kæft niður af einhverju lattélepjandi liði úr vesturbænum sem vill ekki einu sinni leyfa þessum vinum sínum sem þau eru að berjast fyrir að búa nálægt sér sbr. mótmæli vegna búsetu flóttakvenna í JL húsinu.
Tvískinningurinn er svo svakalegur. Við erum flest rasistar inn við beinið. Sama hve mikið við reynum að hylja það með góðmennsku gagnvart fólki á flótta.
En það þýðir ekki að við hættum að bæta okkur og verða betri manneskjur. Það er verkefni hvers einasta dags.