Vókið

Nú hefur Sólveigu Önnu verið slaufað fyrir að segja að vókið sé dautt. Byltingin étur börnin sín og allt það. Vókið beit í halann á sér og bannaði öll skoðanaskipti. Sósíalistar misstu góða konu í kjölfarið.

Samkvæmt vókinu má ekki ræða málin. Ein skoðun ríkir og frávik eru ekki leyfð. Þau sem voga sér slíkt eru afhöfðuð og neglt upp við vegg. Sökuð um fasisma og rasisma í sömu setningu.

Öfugsnúinn íslenskur Trumpismi á ferð. Skoðanakúgun af bestu gerð.

Færðu inn athugasemd