Ritskoðun fæðir af sér alræðishyggju

Skil vel að góða fólkið vilji banna vitleysingum að tjá sig með rassgötunum á sér. En slík bönn verða bara til þess að fólk fer að kjósa þessa vitleysinga. Og þá fyrst er fjandinn laus!

Skárra að mæta þeim auglitis til auglitis og kveða þá þannig í kútinn. Alls ekki mála þá sem einhverja vitleysinga eins og Demókratar gerðu við Trump. Varð bara til þess að hinir vitleysingarnir kusu hann aftur sem forseta.

Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi og Englandi. Hægri öfgaflokkar ná hljómgrunni rétt eins og þriðja ríki Hitlers hafi aldrei verið til. Djöflamergurinn Nigel Farage gæti orðið næsti forsætisráðherra Englands.

Við lifum á víðsjárverðum tímum. Fjórða heimsstríðið er ekki svo fjarlægur möguleiki.

Færðu inn athugasemd