Fyrir frú Vigdísi

Brunaði upp í RÚV í dag í örviðtal við Ragnhildi Steinunni um frú Vigdísi. Sendi víst einhverja örsögu til Ragnhildar sem varð til þess að hún hringdi í mig og bað mig um að mæta fyrir framan linsu og hljóðnema fyrir þátt um Vigdísi sem verður sýndur í vetur.

Tvær tökur. Sú fyrri bara upphitun. Sú seinni tókst víst vel. Skrítið að standa í kolsvörtu myndveri með tvær linsur, hljóðnema og bjart ljós á sér meikuðum í drasl

En hvað gerir maður ekki fyrir frú Vigdísi…og Ragnhildi Steinunni. Tvær frábærar konur.

Færðu inn athugasemd