Grátkór útgerðarelítunnar

Þéttvaxin veski sjá sér ekki fært að leggja aðeins meira tii samneyslunnar í formi hærri veiðigjalda. Skipa frekar húskörlum sínum og konum á Alþingi að stunda málþóf strax við fyrstu umræðu. Eitthvað sem hefur ekki áður gerst.

Upp sprettur forstjóri Brims sem segir að fiskurinn í sjónum eigi sig sjálfur, en hann og fégráðugir félagar hans eigi veiðiréttinn. Þjóðin eigi ekki neitt og eigi að þakka þeim fyrir að sækja fisk úr sjó. Trumpisminn ferðast víða.

Forstjóri Brims sækir ekki neitt frá skrifstofunni sinni. Það gera þrælar hans munstraðir á skipum hans.

Færðu inn athugasemd