Hiphophátíð græðginnar

Þjóðhátíð í Eyjum er komin svo langt frá því þegar alvöru bönd léku þar fyrir dansi eftir miðnætti fram undir morgun. Nú vaða þar uppi wannabe rapparar vælandi í autotune meðan þeir grípa um punginn á sér. Gjörsamlega hæfileikalausir aumingjar og mömmudrengir með ekkert tóneyra.

Hvar eru okkar frábæru tónlistarkonur! Laufey, Una Torfa og svo framvegis. Að vísu koma GDRN og Salka Sól fram á kvöldvökunum. Og goðsögnin Ragga Gísla. Sem er frábært og huggun harmi gegn.

Samt! Þetta er orðið svo mikið söludæmi. Stálgirðingar og hlið eins og í útrýmingarbúðum. Sölubásar 66° og NOVA í dalnum. Bjórtjald. Technotjald. Tjald fyrir veitingar með ótal sölulúgum. Geymslu- og hleðslutjald. Liggur við að gestir neyðist til að borga fyrir að fá að létta á sér og fara út og inn af svæðinu.

Legg ég til að Vestmannaeyjar verði endurskýrðar Græðgiseyjar.

P.S. Meira segja rukkað fyrir brekkusönginn í gegnum netið. Sem var fríkeypis í gegnum Stöð 2 á árunum fyrir Covid.

Færðu inn athugasemd