Nágranninn fyrir framan mig hefur verið í framkvæmdum síðan ég flutti inn fyrir fjórum og hálfu ári síðan. Engu líkara en að búa við hliðina á sögunarmyllu sérhvert sumar.
Sér vonandi fyrir endan á þessu framkvæmdartímabili. Einhverjir öskrandi pólverjar eru að klára fyrir framan húsið með lítilli gröfu.
Mega þó eiga það að garðurinn þeirra er orðinn að einskonar paradís með palli, heitum potti og alles. Þó er ljóður á gjöf Njarðar að þau söguðu hlið inn á lóðina okkar án þess að spyrja hvorki kóng né prest.