Mjólkurpósturinn

Kringum níu eða tíu ára aldurinn þurfti eitt okkar úr bekknum að taka niður pantanir, miða og fé eina viku í senn og fara til gangavarðar sem kunni ekki að reikna og sækja safa og jógúrt fyrir kaffitímann.

Ég kom alltaf út í gróða þrátt fyrir að greiða bekkjarfélögum mínum rétt til baka. Fékk hálfgert samviskubit vegna konunnar sem afgreiddi mig. Lenti hún ekki í vandræðum við uppgjörið?

Færðu inn athugasemd