Ástandið í henni Ameríku er svo eldfimt að það er einu voðaskoti frá borgarastyrjöld. Frekja og óvirðing Republikana fyrir annars öldnu og asnalegu kosningakerfi ríkjanna fimmtíu er þvílík að fulltrúaþingmenn Demókrata í Texas hafa flúið til Illinois og Kaliforníu til að koma í veg fyrir kosningu um kjördæmaskipan sem mun tryggja Republikum fimm sæti til viðbótar 2026.
Kannski væri réttast fyrir bláu ríkin á vestur- og austurstöndinni að sameinast Kanada.