Hverjir nota strætó?

Margaret Thatcher er sögð hafa sagt að sérhver sem ferðaðist með strætó eftir 25 ára aldurinn hefði mistekist í lífinu.

Eftir því sem ég eldist verð ég henni meira sammála. Af hverju kaupi ég mér ekki bara bíl? Jú, vegna þess að ég þarf sjálfskiptan bíl vegna ónýts vinstri fótar og mig langar helst í rafbíl eftir að hafa prófað slíkt kvikindi.

Þessir bensínhákar eru svo úreltir og beinskiptir og rafbílarnir svo dýrir og sjálfskiptir.

Færðu inn athugasemd