Breytingar til hins betra

Hef ákveðið að hætta að velta mér upp úr vitleysunni sem appelsínugula fyrirbærið gerir vestan tjarnarinnar. Kemur mér ekki við, get ekkert gert í því og mun líða mun betur ef ég hugsa ekki um þetta versta úrhrak sem gat dunið aftur á annars ágætri þjóð föðurafa míns.

Eins ætla ég að hætta að láta góða fólkið fara í taugarnar á mér. Málstað þeirra þá stundina og hneykslun þeirra á okkur hinum sem nennum ekki að velta okkur upp úr einhverri vitleysu út í heimi sem við getum ekkert gert í til að breyta.

Og að lokum ætla ég að hætta að ferðast með strætó. Fullreynt dæmi. Hangi núna á sölusíðum bílasala. Langar helst í rafbíl. Eða sjálfskiptan. Get ekki lengur notað vinstri fótinn örugglega á kúplinguna. Hefur ekki sama kraft og áreiðanleika og áður.

Færðu inn athugasemd