Meikaði ekki menningarnótt

Æ, ég veit ekki. Kannski er þessi hátíð að syngja sitt síðasta. Sá hálffulla vagna og skutlur bruna eftir Borgartúni niður í bæ. Smekkfullir eins og síldartunnur árin á undan. Kannski langaði sumum ekki eftir atburðinn í fyrra.

Renndi yfir dagskránna og leist á fátt sem var í gangi yfir daginn nema einhver atriði sem komu fyrst og þá bara í hálftíma eða fjörtíu og fimm mínútur. Og ekki nennti ég gamall og haltur maðurinn á kvöldtónleikana

Fylgdist með Tónaflóði Rásar 2 á netinu. Gott stöff eins og oftast, Bylgjan var ekki með neina beina útsendingu. Ekki einu sinni í læstri dagskrá eða í gegnum Senu. Greinilega sparnaðaraðgerðir í gangi. Uppsagnir, breytingar og aðhald. Hefði alveg viljað skipta Emmsjé Gauta fyrir Nýdanska.

Færðu inn athugasemd