Leiðinlegasti maður landsins lætur vita af sér

https://www.visir.is/g/20252766858d/-starfsemi-sem-tharf-audvitad-bara-ad-stoppa-

Skil ekki svona síðmiðaldra og gamla menn sem nenna standa í því að berjast við vindmyllur. Standa einir úti á götu með steyttan hnefa öskrandi á stakt ský svífandi yfir heiðskírum himni.

Eins og einhver dómari Sjálfstæðisflokksins fari að dæma svona verslun ólögmæta. Nú þá fer málið bara áfram til Landsdóms og loks Hæstaréttar. Það nennir enginn lengur ríkisreknum verslunum með öryggisvörðum og hrokafullum og jafnvel dónalegum starfsmönnum á kassa. Eru ekki einu sinni með sjálfsafgreiðslukassa til að lækka kosnaðinn við þetta batterí. Eða gripið og greitt app.

Síðast þegar ég fór og sótti mér langferðabíl af bjór voru að minnsta kosti fimm starfsmenn að leika sér inn á lager og þrír frammi á kassa og að fylla á hillur. Í sambærilegri einkarekinni vefverslun er kannski einn að afgreiða og annar inn á lager. Og engin leigulögga hangandi á hillu horfandi á mann eins og maður hafi hrækt framan í hann.

Nú hafa þessar netverslanir verið reknar í nokkur ár án nokkurra vandkvæða og skilað sínum sköttum og gjöldum til ríkissjóðs. Hefur ekki skapast hefðarréttur sem trompar frekjuna í risaeðlum foreldra gegn áfengisauglýsingum? Voruð þið aldrei ung og forvitin! Má ungt fólk í dag ekki rekast á veggi eins og við gerðum með sterkum vínum? Nú eru það bara léttvín og bjórar.

Hafið frekar áhyggjur af öllu dópinu sem er enn auðveldara að panta með appi á netinu heim að dyrum fjarri lögum og reglum. Er jafnvel flóknara að panta heimsenda pizzu.

Færðu inn athugasemd