„Torfkofi í jakkafötum“

Þannig lýsir Bubbi Morthens Snorra Mássyni og skoðunum hans. Allt í lagi, en má Snorri ekki hafa sínar forneskjulegu skoðanir án þess að vera krossfestur á netinu? Að heimilisfangið hans sé birt og að sérsveitin þurfi að sitja fyrir utan næturlangt af ótta við að einhverjir vitleysingjar mæti á svæðið.

Og af hverju eru samkynhneigðir og allt hitt liðið í Samtökunum 78 að kveinka sér svona undan orðræðu Snorra? Ekki eins og að bakslagið sé svo slæmt hérlendis miðað við Bandaríkin og önnur lönd að grípa þurfi til ritskoðunar. Hér styðja flestir málstað homma, lesbía, fólks með blönduð kyneinkenni og á rófinu.

Færðu inn athugasemd