Leyfum skrímslunum að elta halann á sjálfum sér

Ætla rétt að vona að íslensk stjórnvöld fari ekki að senda samúðarkveðjur vestur um haf því einhver stakur hægriöfgaæsingamaður var myrtur af öðrum hægriöfgamanni. Kemur okkur ekkert við og alveg fáranlegt að gera þennan gaur að einhverjum píslarvætti og táknmynd frjálsra skoðanaskipta. Hann var nasisti aftan úr forneskju sem huldi hatur sitt með kristnum gildum.

Að ætlast til að allir lúti höfði og biðji fyrir honum er álíka fáranlegt. Rétt eins og forseti fulltrúadeildarinnar ætlaðist til og einhver bjáni á Evrópuþinginu ætlaðist einnig til. Þessi þóknun við fylgisveina Trump er sorgleg. Förum ekki að taka þátt í amerískri skautun. Eigum nóg með okkur.

Að því sögðu er auðvitað ömurlegt að æpandi bjánar séu líflátnir úr launsátri og gerðir að píslarvottum. Réttur sérhvers einstaklings til að vera vitleysingur er óumdeildur. Þeir geta ekkert að því gert að hafa fæðst svona. Þurfum líka ekkert að hlusta á bullið sem vellur upp úr þeim. Er algjörlega valkvætt. Og algjör óþarfi að myrða þá. Þeir sjá um slíkt sjálfir innan síns sértrúarsafnaðar.

Færðu inn athugasemd