Á heimleið með hálfvita

Skrölti með leið 14 úr vinnu. Í skýlinu sat útúrdópaður / fullur gaur með logandi rettu og tíu ára son sinn sér við hlið. Var að gæla við að hringja lögregluna inn í dæmið. Krakkar eiga ekki að þurfa dröslast með foreldri í svona slæmu ástandi.

Vagninn kom og við fórum allir inn. Gaurinn reyndi að greiða fargjaldið með einhverjum gömlum skiptimiða sem er löngu hætt að nota, Vagnstjórinn vísaði feðgunum út og fékk „fuck you“ framan í sig, steyttan hnefa og hráka á vagninn.

Af hverju fá svona einstaklingar að umgangast börnin sín? Draga þau bæjarhluta á milli ofan í eigið sjálfskaparvíti. Er mamman kannski álíka langt leidd? Vorkenndi stráknum svo mikið.

Færðu inn athugasemd