Bæði síðastliðinn föstudag og í dag hef ég orðið vitni að bílflautum út og suður vegna smárra yfirsjóna. Fólk er tæpt á tauginni. Pirrað út í allt og alla.
Haustið hellist yfir landann og fólk er á hausnum eftir lystisemdir sumarsins. Greiðslukortareikningurinn kominn í þrjár skiptingar og jólin nálgast.
Lífið á ekki að vera svona erfitt.