Var næstum fallinn ofan í pyttinn og farinn að kaupa einhverja gamla vitleysu á niðursettu verði en slapp.
Læt duga að hafa keypt góða handfarangurstösku og hanska hjá Tösku- og hanskabúðinni á Singles Day.
Var aðallega að skoða myndavélar en úrvalið hérna á Klakanum er frekar dapurt. Hefði betur hent mér inn í ljósmyndavöruverslun í Haag. Gekk margoft framhjá einni án þess að hoppa inn og skoða.