Sykurfall

Gleymdi að mæla mig í morgun og fá mér eitthvað í gogginn. Tók þó alla lyfjasúpuna áður en ég skellti hurðinni heima. Og eflaust ofgerði mér. Hefði átt að bíða með insúlínið.

Fékk strax sjóntruflanir þegar ég reyndi að stinga lyklinum í skránna til að læsa. Tók mig óratíma. Næst hættu fæturnir að virka á leiðinni út á biðstöð. Ótal hvíldir með hjartsláttinn á hæsta snúningi. Náði einhvern veginn að skila mér til vinnu og fá mér kexköku til að gíra sykurinn upp.

Færðu inn athugasemd