Fékk endurmat lokinna námskeiða eins og kjaftshögg framan í mig í dag. Næstum helmingnum hent í ruslið. Fæ metnar 70 einingar af 120. Gáfu ekki nánari skýringu en ég held að námsbrautin fari frekar eftir einkunnum heldur hve langt er liðið frá lúkningu námskeiða.
Var ekki með neitt glæsilegar einkunnir í byrjun eilífðarnámsins en fór svo batnandi. Ég mun biðja um rökstuðning þó svo að það breyti varla niðurstöðunni. Svona er þetta bara. Sé ekki fyrir mér að smámjatla aftur með vinnu þær einingar sem ég hef glatað. Yrði að vera fullt nám.
Allur vindur úr mér eftir þessar fréttir. Hef endanlega misst áhugann á að klára þetta blessaða sagnfræðinám. Ætla að minnsta kosti ekkert að gera þessa önn, en held mér skráðum til að tapa ekki frekari einingum. Sé svo til með eftir áramót.
Dyr lokast og aðrar ljúkast upp. Eflaust kominn tími til að hætta þessu sagnfræðifokki og fara gera eitthvað annað. Hætta að berja hausnum við steininn. Eins gott að ég var ekki búinn að kaupa fullt af rándýrum bókum. Hjúkk!
Ekkert væl, þú klárar þetta með tímanum, tekur fag og fag með vinnu, svo gott fyrir sálina að klára það sem maður hefur byrjað á….hef trú á þér.