Eins ógeðslegt og það reynist vera

Þegar ég var ungur og á eftir stelpum, þá þótti meiri viðreynsla og dónaskapur dyggð frekar en ekki. Að vera Reynir Pétur var trygging fyrir árangri. 99 nei en 1 já var bara góður árangur. Reyna, reyna og reyna. Þreyta og draga inn eins og við laxveiðar þar til ein beit á agnið og asnaðist með þér heim. Rella og biðja þar til einhver gafst upp fyrir þér.

Sjálfur var ég aldrei góður veiðimaður á lendum miðbæjarins um helgar. Kunni hvorki þessa kúnst né nennti að sinna henni af nokkru viti. Auk þess var ég blindur á áhuga hins kynsins á mér þá sjaldan sem það gerðist. Kveikti ekki á perunni og allt rann út í sandinn. Missti af glugganum oftar en ekki.

Hvað um það. Ætlaði að skrifa um miðaldra typpalinga sem líta á það sem rétt sinn að hafa óheftan aðgang að barnungum stúlkum (15-17 ára) til að setja í þegar þeir eru þunnir heima eftir kvöld með strákunum. Enda löglegt, eins ógeðslegt og það reynist vera. Af hverju er ekki búið að breyta þessum lögum á hinu háa Alþingi í samræmi við lög nágrannaþjóða okkar!

Sama leikritið og eftir hrun

Með hækkun stýrivaxta fer sama leikritið í gang og eftir hrun þegar Seðlabankinn hækkaði og hækkaði vexti upp í 18% svo fullt af fólki missti húsnæði sitt til bankanna því þau gátu ekki greitt af síhækkandi láni.

Endurreistu bankarnir græddu hinsvegar margfalt á að endurselja íbúðirnar fyrir mun hærra verð en þeir fengu þær á upp í lánaskuldir eða með því að kaupa þær á uppboðum í gegnum sýslumenn landsins. Með leyfi vinstristjórnarinnar.

Alltaf sami viðbjóðurinn viðgengst á þessu skeri. Við lærum aldrei. Og bara tökum það áfram upp í ósmurt rassgatið. Nú ætla bankarnir (Sjálfstæðisflokkurinn) að taka annan snúning á eigur og ævisparnað fjölskyldnanna í landinu. Fylla hirslur sínar af þýfi sem hefur orðið til á bökum vinnandi fólks þessa lands. Og aftur í gegnum bankakerfið með samþykki ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans.

Lausnin er auðvitað að svæla þetta lið út úr Stjórnarráðinu, Seðlabankanum og setja á stofn samfélagsbanka sem þjónar launafólki þessa lands í stað fjármagnseigendum.

Smokkurinn

ER smokkurinn ekki lausn allra mála?

Tommaborgarinn væri í mun betri málum hefði hann ekki riðið smokklaus í Tælandi um árið.

Ef karlpungar (líka ég) myndum drullast til að bregða honum á í skyndikynnum, þá yrðu kannski færri fóstureyðingar.

Ef dömur myndu leyfa okkur að bregða honum á í skyndikynnum, þá yrðu kannski færri fóstureyðingar. (Þeim finnst hann líka draga úr unaði og nánd.)

Ef Republikanar í henni Ameríku myndu draga hausa úr rössum sínum og hvetja til notkunar getnaðarvarna og hætta að skipta sér af ákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama og setja sífellt þrengri skilyrði fyrir þungunarrofi.

Smokkurinn er málið!