Ég man þegar…

…enginn talaði í strætó. Nema kannski við sessunaut sinn í hálfum hljóðum.

Núna er allt liðið gasprandi í símann, hlustandi á eitthvert ógeð með hátalarann á hæsta styrk eða talandi við sjálft sig.

Og ég gleymi alltaf að taka með mér heyrnartól. Andskotinn sjálfur!

Brekkusöngurinn

Ég hjó eftir því að formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum gat ekki staðfest að Magnús Kjartan yrði endurráðinn í ár eftir að hafa neglt brekkusönginn (í streymi) í fyrra í fjarveru Ingó reðurguðs.

Grunar að stefnan sé að fá Ingó aftur ef hann nær einhverjum sigrum í meiðyrðamálum sínum sem eru fyrir dómi einmitt núna. Magnús Kjartan fær þá engan samning ef Ingó nær að rísa upp úr öskustónni að einhverju leyti.

Svo er bara að sjá hvað gestir hátíðarinnar hafa um það að segja. Sennilega ekki neitt. Verða of upptekin við drykkju, ríðingar og slagsmál vítt og breitt um dalinn. Þeim er andskotans sama um atriðin upp á sviði meðan þau fá eitthvað gott í kroppinn.

Meirihlutinn

Var allt í einu að átta mig á að allt Borgarlínudæmið er á hendi Sjálfstæðisflokksins sem fer með meirihluta í stjórn Strætó BS fyrir hönd bæjarfélaga höfuðborgarsvæðisins og einnig í stjórn Betri samgangna. Sérstakt! Og dæmt til að mistakast fyrirfram.