Smitgátt?

Gaur sem ég vinn með er með Covid. Sá hann síðast á föstudegi fyrir meira en viku síðan og var aldrei nálægt honum. Greindist í fyrradag. Hefur verið í sóttkví síðan síðastliðinn sunnudag.

Sjálfur er ég þríbólusettur og á að fara í smitgátt ef rakningarteymið hefur samband. Hef ekki heyrt í þeim enn svo ég held bara áfram að vera frábær og ætla að mæta til vinnu í fyrramálið.

Enda er fyrir löngu komið nóg af þessum takmörkunum, einangrunum og sóttkvíum. Bara leikur að tölum fyrir einhverja seinni tíma rannsókn og grein í læknatímaritinu Lancet.

Janúar

Sjaldan þessu líkt hef ég ekki lagst í þunglyndi og tilkynnt mig of veikan til að sinna vinnu. Tekið höggin eins og Rocky Balboa og haldið áfram. Enda fátt annað í boði. Alltaf betra að vinna, hitta fólk og taka þátt frekar en að liggja eins og aumingi í rúminu og vorkenna sér.

Myrkur er myrkur. Og mér er skítsama um það. Er hvorki myrkfælinn né náttblindur. Líður bara sæmilega vel í myrkrinu eins og köttunum vinum mínum. Sérstaklega þegar ég veit að dag er tekið að lengja og vorið og sumarið eru nær frekar en fjær.

Fyrir helgi fattaði ég og skynjaði að ég væri hólpinn úr viðjum vetrar. Þunglyndið á ekki lengur séns í mig. Bara meiri birta framundan. Minna Covid og meira frelsi til athafna. Að því gefnu að verra afbrigði skjóti ekki upp kollinum.

Typpakallakallar

Er hálf forviða eftir atburði dagsins. Fimm gosar og góðir vinir með helblá flokksskírteini stíga til hliðar eftir frásögn ungrar konu hvers mörk þeir augljóslega fóru yfir í golfferð annars vegar og sumarbústaðarferð hinsvegar. Eru stjórnendur fyrirtækja loksins farnir að sjá hag sínum betur borgið með því að skera á tengsl sín við umtalaða typpakallakalla innan sinna vébanda?

Í allan dag sagði ég við sjálfan mig að Logi Bergmann hlyti að vera gaurinn í golfferðinni sem fékk 69 með leyfi Arnars Grant með hjákonu hans, þvert gegn hennar vilja. Og viti menn! Hafði rétt fyrir mér. Svona hegðun er mannsal í besta falli. Á að draga þessa drulluhala fyrir dóm.

Man svo vel eftir Loga á sportbílnum sinum fyrir utan menntaskólaböllin sem ég sótti fyrir þrjátíu árum síðan. Harðgiftur þriggja barna faðir og íþróttafréttamaður á RÚV að sitja fyrir unglingsstúlkum í miðri viku. Algjörlega fáranlegt. Virðist ekkert hafa breyst blessaður maðurinn. Eitt sinn ræddu nokkrir gaurar á mínu reki að draga hann út úr bílnum og buffa hann í von um að hann léti af þessum pervertisma. Varð kannski sem betur fer ekkert úr þeim bollaleggingum. Og þó.

Merkilegt að alltaf skulu þetta vera innmúraðir og innvinklaðir Sjálfstæðismenn sem standa í svona viðbjóði með sínum einbeitta brotavilja. Kannski vegna þess að þeir hafa notið verndar lögreglu og dómsvalda fram að þessu. En ekki lengur. Kapitalisminn sem þeir elska svo mikið mun verða þeim að falli. Stjórnir fyrirtækja tíma ekkert lengur að tapa háum fjárhæðum á einhverjum typpalingum og losa sig við þá jafnóðum og fregnir af ævintýrum þeirra komast í hámæli.

Samt grunar mig að fimmmenningarnir muni reyna að snúa vörn í sókn og hjóla í Vítalía Lazareva fyrir rangar sakargiftir. Sveinn Andri verður sennilega sá sem sækir málið fyrir helbláum dómstól sem mun dæma hana til að greiða háar sektir fyrir meiðyrði. Þannig er Ísland og mun vera áfram. Typpakallakallasamfélag sem níðist á konum sér til skemmtunar. Ef við leyfum!