Computer says „NO“

Ferlega hamingjusamur og sáttur við sjálfan mig brunaði ég til Sýslumannsins í Kópavogi með erfðarfjárskýrslu og fylgigögn. En nei, þarft að panta tíma fyrir fram. Eitthvað sem ég hélt að gilti bara þegar Covid lokaði öllu. Heimasíðan segir ekkert um slíkt. Komdu aftur á morgun. Og ef eitthvað vantar upp á, þá kemurðu bara aftur og aftur og aftur.

Hefði ég verið faðir minn heitinn hefði ég kýlt fulltrúann kaldann í gegnum glerið og fleygt pappírunum yfir hann liggjandi. En þar sem ég er bara ég, þá beygði ég mig bara betur og bauð honum að taka mig betur í ósmurt rassgatið og þáði tíma daginn eftir.

Hætti bara aftur eftir hálfan vinnudag og safna fleiri stundum í skuld. Allt fyrir forneskju sem neitar stafrænni stjórnsýslu og heimtar pappír fyrir sérhvert viðvik. Drattast bara aftur með strætó í hálftíma frá vinnu og gönguferð frá Smáralind í tíu mínútur. Ekki eins og ég hafi eitthvað betra að gera.

Hvar ertu búin að vera?

„Hvar ertu búin að vera?“ Hvar ertu búin að vera?“ „Hvar ertu búin að vera?“ öskraði miðaldra sonur í stussy fötum með hálstattoo á aldraða móður sína með göngugrind eftir að hún hafði klárað rúnt sinn í gegnum grænmetisdeildina inn í Bónus í Holtagörðum. Hélt því ranglega fram að sú gamla hefði verið týnd í hálftíma meðan hann hafi verslað inn í búð.

Rak hana svo áfram í gegnum búðina með hótunum og öskrum. Þegar sú gamla spurði náðarsamlegast um fisk svaraði sonurinn að það væri enginn fiskur til og rak hana enn hraðar að kassanum þrátt fyrir ferskan og frosinn fisk sem var í boði inn í kæli og í frysti.

Þegar þarna var komið bullsauð á mér og ég var tilbúinn í átök við þetta gerpi. Hver kemur svona fram við móður sína! En auminginn ég hætti við að láta í mér heyra af virðingu við gömlu konuna. Hún er sennilega orðin vön svona framkomu af hendi þessa sonar síns. Vonandi á hún fleiri afkvæmi sem koma betur fram við hana.

En ef ég hitti þau mæðgin aftur í Bónus fær sonurinn hnefasamloku að gjöf frá mér. Sú gamla verður bara að horfa upp á það. Svona á ekki að koma fram við aldraða foreldra!

Ekki að ég sé einhver fullkominn sonur. Ég reyni þó að gera mitt að minnsta kosti tvisvar í viku og alls ekki að reka eftir móður minni meðan hún verslar.

Hrópandinn í eyðimörkinni

Sóttólfur segist vera orðinn hrópandinn í eyðimörkinni. Að flestir séu löngu hættir að hlusta á eða fara eftir tilmælum hans. Pestin sé ekki búin.

Veit ekki hvað hann er að grenja. Hefur fengið að stjórna þjóðinni eins og strengjabrúðum í eitt og hálft ár. Með hræðsluáróðri síðasta misserið sem við nennum ekkert að hlusta á lengur.

Vissulega er fólk enn að veikjast. Líka fullbólusettir einstaklingar. En meðan fólk er ekki að leggjast inn á sjúkrahús í hópum í öndunarvél eða deyja, þá getur hann ekki heimtað takmarkanir áfram.

500, 2000 eða að allir megi koma saman skiptir nákvæmlega engu. Fólk gerir það sem því sýnist. Að halda djamminu áfram í heljargreipum er lítið annað en persónuleg andstyggð sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra á fólki sem vill skemmta sér um helgar; drekka, ríða og slást. Greyið löggan að þurfa að vinna næturvinnu um helgar.

Grímuskyldan er aflögð svo að þessi 2000 manna takmörk og hraðpróf eru bull og vitleysa. Síðasta hálmstrá Vinstri-grænna til að segja þjóðinni hvernig við eigum að sitja eða standa. Glætan að nokkur muni fara eftir þessari ræpu. Hvorki rekstraraðilar né gestir. Allir eru komnir með nóg af afskiptasemi sóttvarnalæknis, lögreglu og stjórnvalda undir yfirskyni sóttvarna.