Ég spyr mig. Til hvers að kjósa í landi þar sem atkvæði þitt er helmingsvirði á við val fólks í dreifðari byggðum. Til hvers meðan vinur Bergþórs í Borgarnesi getur ákveðið upp á sitt sjálfsdæmi að endurtelja vini sínum í hag og gegn konum. Til hvers í þessu bannsetta bananalýðveldi?
Ég ætla ALDREI aftur að kjósa! Ætla aldrei aftur að eyða tíma mínum í slíkt tilgangsleysi. Ekki meðan kosningasvindl fær að þrífast hér óáreitt. Ekki meðan atkvæði mitt er minna virði en fólks út á landi.