Til hvers að kjósa?

Ég spyr mig. Til hvers að kjósa í landi þar sem atkvæði þitt er helmingsvirði á við val fólks í dreifðari byggðum. Til hvers meðan vinur Bergþórs í Borgarnesi getur ákveðið upp á sitt sjálfsdæmi að endurtelja vini sínum í hag og gegn konum. Til hvers í þessu bannsetta bananalýðveldi?

Ég ætla ALDREI aftur að kjósa! Ætla aldrei aftur að eyða tíma mínum í slíkt tilgangsleysi. Ekki meðan kosningasvindl fær að þrífast hér óáreitt. Ekki meðan atkvæði mitt er minna virði en fólks út á landi.

Grímuklæddi gaurinn

Fólk horfir með vorkunn á mig og hitt gamla fólkið sem mætum enn grímuklædd í strætó og verslanir. Breytir litlu fyrir mig. Veiran er enn þarna úti og mig langar ekkert til að fá hana. Finnst bara ekkert að því að bera grímu í þröngum rýmum. Jafnvel þó viðveran sé stutt.

Skil hinsvegar ekkert í áframhaldandi fasisma Sóttólfs og Bannhvítar gagnvart krám og knæpum.