Leiðinlegasti maður landsins lætur vita af sér

https://www.visir.is/g/20252766858d/-starfsemi-sem-tharf-audvitad-bara-ad-stoppa-

Skil ekki svona síðmiðaldra og gamla menn sem nenna standa í því að berjast við vindmyllur. Standa einir úti á götu með steyttan hnefa öskrandi á stakt ský svífandi yfir heiðskírum himni.

Eins og einhver dómari Sjálfstæðisflokksins fari að dæma svona verslun ólögmæta. Nú þá fer málið bara áfram til Landsdóms og loks Hæstaréttar. Það nennir enginn lengur ríkisreknum verslunum með öryggisvörðum og hrokafullum og jafnvel dónalegum starfsmönnum á kassa. Eru ekki einu sinni með sjálfsafgreiðslukassa til að lækka kosnaðinn við þetta batterí. Eða gripið og greitt app.

Síðast þegar ég fór og sótti mér langferðabíl af bjór voru að minnsta kosti fimm starfsmenn að leika sér inn á lager og þrír frammi á kassa og að fylla á hillur. Í sambærilegri einkarekinni vefverslun er kannski einn að afgreiða og annar inn á lager. Og engin leigulögga hangandi á hillu horfandi á mann eins og maður hafi hrækt framan í hann.

Nú hafa þessar netverslanir verið reknar í nokkur ár án nokkurra vandkvæða og skilað sínum sköttum og gjöldum til ríkissjóðs. Hefur ekki skapast hefðarréttur sem trompar frekjuna í risaeðlum foreldra gegn áfengisauglýsingum? Voruð þið aldrei ung og forvitin! Má ungt fólk í dag ekki rekast á veggi eins og við gerðum með sterkum vínum? Nú eru það bara léttvín og bjórar.

Hafið frekar áhyggjur af öllu dópinu sem er enn auðveldara að panta með appi á netinu heim að dyrum fjarri lögum og reglum. Er jafnvel flóknara að panta heimsenda pizzu.

Meikaði ekki menningarnótt

Æ, ég veit ekki. Kannski er þessi hátíð að syngja sitt síðasta. Sá hálffulla vagna og skutlur bruna eftir Borgartúni niður í bæ. Smekkfullir eins og síldartunnur árin á undan. Kannski langaði sumum ekki eftir atburðinn í fyrra.

Renndi yfir dagskránna og leist á fátt sem var í gangi yfir daginn nema einhver atriði sem komu fyrst og þá bara í hálftíma eða fjörtíu og fimm mínútur. Og ekki nennti ég gamall og haltur maðurinn á kvöldtónleikana

Fylgdist með Tónaflóði Rásar 2 á netinu. Gott stöff eins og oftast, Bylgjan var ekki með neina beina útsendingu. Ekki einu sinni í læstri dagskrá eða í gegnum Senu. Greinilega sparnaðaraðgerðir í gangi. Uppsagnir, breytingar og aðhald. Hefði alveg viljað skipta Emmsjé Gauta fyrir Nýdanska.

Að nenna þessu!

Sorglegt að sjá ungan þingmann grafa sér gröf aftur til fortíðar gegn hinsegin fólki og transmanneskjum. Snorri Másson veit náttúrulega vel sjálfur á hvaða mið hann er að róa. Afturhaldssinna og leppalúða sem geta ekki sætt sig við samtímann.

Af hverju að vera skipta sér af fólki sem mun aldrei mæta heim til þín í grill og bjór. Verður aldrei á vegi þínum í vesturbænum og þú munt aldrei hitta á fundum Miðflokksins? Jú, til að ná í atkvæði einstaklinga prumpandi blautu í sófann heima hjá sér kennandi samkynhneigðum og innflytjendum um allt sem miður fer í samfélaginu.