Miðbærinn lifnar við

Slæddist niður í Kolaport í gær eftir svartfuglseggjum fyrir mömmu. Nóg til og önnur sending væntanleg fyrir næstu helgi. Áður fór ég bara í Nóatún í Austurveri sem nú er orðin Krónan.

Get svarið það að bærinn hafði lifnað við. Varla þverfótað fyrir bandarískum og grímulausum túristum með myndavélar á ístrunni. Tók sjálfur ekki grímuna niður þrátt fyrir báðar sprautur af Pfizer.

Treysti ekki þessum bandarísku reglum að fullbólusettir megi vera án grímu. Þessar reglur gilda ekki hérlendis, en bandarískar frekjur halda að þeirra reglur gildi allstaðar um heiminn. Var í skapi næst að kýla einn ístrubelginn fyrir að frussa yfir mig þar sem ég beið eftir strætó heim.

Þetta á bara eftir að enda illa.

Góðir strákar

Nú stíga karlmenn hver af öðrum fram fyrir skjöldu og játa að hafa komið illa fram við konur. En að þeir séu annars góðir strákar. Fóru bara aðeins fram úr sér. Fá svo fullt af lækum og hjörtum á samfélagsmiðlum fyrir vikið.

Gerendameðvirkni á sterum. Æ, greyið mitt að lenda í því að nauðga og berja konur. Hlýtur að vera skelfilegt fyrir þig. Skítt með fórnarlambið. Hún átti líka ekkert að vera þarna rífandi kjaft í allt of stuttu pilsi.

Væri fróðlegt að vita hvað nákvæmlega þessir góðu strákar gerðu konunum. Ódýrt að segjast hafa gert eitthvað á hlut kvenna, en svo sleppa lýsingu á atburðum.

Unglingar andskotans

Leið 2 inn í Kópavog. Fermingarbörn á aftasta bekk. Tveir lúðalegir gaurar og ofmáluð gelgja. Á meðan annar gaurinn ræðir við pabba sinn í símann, þá byrjar stelpan að hrópa „Æ, pabbi, af hverju er píkan á mér svona blaut?“ Aftur og aftur og hærra og hærra. Alltaf gaman að hneyksla hina miðaldra farþegana.

Var skapi næst að segja henni að þegja og sýna smá háttvísi. En gerði auðvitað ekki nokkurn skapaðan hlut. Loks datt af mér andlitið þegar hún sagði aulunum tveimur í óspurðum fréttum að hún hefði verið á pillunni síðan hún var tólf ára. Kræst!

Ég meika ekki lengur vagna sem fara í Kringluna og Smáralind.