Seinni sprautan

Fékk seinni nálina á þriðjudaginn 11. maí. Stóri salurinn í gömlu höllinni. Enn og aftur heragi hjá hjúkrunarfræðingunum. Frábært skipulag. Vantaði reyndar tónlistina, en mér skilst að Geir Ólafs hafi litið við seinna um daginn og gólað yfir lýðnum. Kata Jakobs gekk reyndar inn í salinn um leið og ég var að fara. Svona fjórðungur klappaði fyrir henni.

Daginn eftir var eins og að vöruflutningalest hefði farið yfir mig. Beinverkir í öllum skrokknum og hausverkur frá helvíti. Dröslaðist samt til vinnu og gerði mitt besta. Gat alveg eins hangið þar og hlustað á sprengingar á gömlu WOWair lóðinni eins og að liggja heima vorkennandi mér undir taktföstum höggum smiðanna í grunninum fyrir utan.

Var orðinn mun skárri á fimmtudeginum. Eftirköst eiga víst að benda til að lyfið sé að virka.

Borgarlína Andskotans

Ég hef lengi verið farþegi strætó. Ekið bílum þess á milli. Þótt hvort tveggja vera allt í lagi. Kostir og gallar báðum megin. Nú er hvort tveggja slæmt.

Fyrirgefið mér tvisvar og þrisvar á sunnudegi, en eftir að hér fylltist allt af farandverkafólki með strætókort þrælahaldara sinna upp á vasann, þá hvarf öll rómantíkin við ferðir með almenningsvögnum.

Malandi í farsímana sína á hæsta styrk. Karlpungarnir hrútskýrandi ofan í konurnar sínar. Þögn æskunnar horfin út í veður og vind. Þær unaðsstundir þegar allir þögðu í strætó.

Borgarlína andskotans verður aðeins fyrir þetta fólk og okkur hina örfáu Íslendinga sem enn nennum að stíga inn í strætó með öskrandi unglingum og innflytjendum.

Restin heldur áfram að ferðast með einkabílnum.

OnlyFans

Fólki sem finnst gaman að bera sig og stunda kynlíf fyrir framan myndavélar fyrir pening stendur núna ógn af íslenskum yfirvöldum sem vilja rannsaka þetta athæfi nánar.

Eins og að dónaskapur fullorðinna einstaklinga fyrir netið sé eitthver bannvara. Sé einhver ógn við samfélagið.

Væri ekki nær að eltast við barnaníðinga sem selja efni inn á internetið! Væri ekki nær að eltast við ofbeldsmenn sem leggja hendur á konur og börn! Væri ekki nær að sækja frekar að nauðgurum þessa lands. Hætta að láta þá njóta vafans!

Nei, eltumst frekar við fullorðið fólk sem selur viljandi aðgang að athöfnum sínum í rúminu gegn greiðslu og greiðir skatt af. Þar hlýtur glæpurinn að liggja.

Einmitt!