Nálægt miðbænum

Sem úthverfabarn í Kópavogi mest alla ævi varð ég sjaldan vitni að viðburðum í Reykjavík. Hvað þá nálægt miðbænum. Heyrði bara af þeim í útvarpinu eða sá myndir af þeim í kvöldfréttum sjónvarps.

Núna blasa þessir viðburðir við mér af svölunum á Kirkjusandi. 1. maí keyrsla Sniglanna eftir Sæbrautinni. 13. maí hlaup Uppstigningasdags með 1.200 þátttakendum fram og til baka. Reyndi að sjá einhvern sem ég þekkti með sjónauka en án árangurs. Hóf áhorfið reyndar frekar seint.

Truflaði reyndar svolítið að verktakar voru að vinna við hellulagnir og þökulagnir með tilheyrandi ferðum vinnuvéla. Fá vonandi hátíðarálag ofan á launatékka þessa dags.

Sumargarðyrkjustarfsmaður Kópavogskaupstaðar vaknaði við að horfa á uppþurrkaðar þökurnar sem lagðar voru niður í kringum húsið mitt. Efast um að þær muni taka við sér. Þær virðast steindauðar.

Fyrri sprautan

Þar sem ég er svo mikill sjúklingur, þá var ég boðaður í fyrri sprautu þriðjudaginn 20. apríl kl. 10:10. Og það Pfizer af öllum efnum. Þar sem ég er með svo marga undirliggjandi sjúkdóma. You name it, I got it.

Í Laugardalnum gekk allt eins og svissnesk klukka. Þýskur heragi sveif yfir vötnum. Strikamerki skannað, sæti, stunga, smölun, hvíld, smölun út. Badabing, badaboom. Málið er dautt. Sjáumst eftir þrjár vikur fyrir þá seinni. Strengjakvartett Sinfóníuhljómsveitar Íslands lék undir í biðinni.

Meðan við sátum og biðum eftir að það liði yfir okkur, tók einn sjálfskipaður skemmtikrafturinn sig til og hvatti fólk til að setja X við D. Enginn hló og hann skyldi ekkert. Laugardalshöllin er víst kjörstaður míns hverfis. Prófa hann kannski í haust ef ég nenni. Annars er lýðræðið dautt eftir Covid-19.

Strax eftir stunguna dreif ég varla upp göngustíginn frá Laugardalshöll upp að Suðurlandsbraut. Þurfti að hvíla mig og draga andann. Síðan þá hef ég verið með svefnsýki og í hægagangi. Séð rúmið mitt í hyllingum. Verð vonandi hressari eftir seinni sprautuna.

Ókostir þess að búa í fjölbýli

Eins frábært það er að búa í glænýju fjölbýli, þá fylgja því ýmsar skuggahliðar. Til að mynda vill mitt annars frábæra leigufélag skipta út öllu parketi í íbúðinni minni vegna framleiðslugalla. Eitthvað sem ég varla nenni en neyðist til að gangast undir með bros á vör.

Gönguhljóð berast á milli íbúða í gegnum gólf og loft. Þungstígur nágranni lætur vel í sér heyra í gegnum gólfplötuna með reglulegu millibili. Mætti halda að hann sé af ætt trölla. Mælt mál berst í gegnum loftræstiop við eldhúsvaskinn og fyrir ofan salernið. En annars er allt í þessu fína lagi.

Fylliraftur á jarðhæð næsta húss er með öskrandi partý hverja helgi fram á nótt ásamt einhverjum rauðhnakka vinum sínum í köflóttum skyrtum. Opnar svalir, rokk, ról, reykingar og öskur. Einhver apaheili lá svo á dyrabjöllunni um fjögurleytið í nótt. Ég nennti ekki að svara. Er víst hægt að slökkva á hringingunni. Geri það næstu helgi.

Sóðaskapur í sameigninni. Lyftan óðgeðsleg milli skúringa. Par að ríða út í glugga um miðja nótt með tilheyrandi hljóðum. Drógu fyrir um leið og ég opnaði útidyrnar til að forvitnast um hávaðan sem hélt fyrir mér vöku. Er annars oftast til í að horfa á fólk eðla sig. Veit ekki um aðra.

Aðeins ein eða tvær vingjarnlegar konur hafa boðið mér góðan daginn á móti. Annars er bara horft á mig eins og barnaníðing þegar ég býð góðan daginn.

Samt er hér gott að búa!