Þraukað á tímum veirunnar

Vika er liðin af samkomubanninu og það á að fara herða á því. Leiðindin versna með hverjum degi. Ég veit að við verðum öll að leggja okkar af mörkum, en svona afturköllun á ferðafrelsi og sjálfsögðum mannréttindum fer virkilega í taugarnar á mér.

Því mig grunar að sumir af þessum skriffinum fái blóð í böllinn við tilhugsunina að geta bannað einhverjum eitthvað. Vinstrigrænir bannistar fá raðfullnægingar við skrifborðin sín. Næst á dagskrá er að loka Ríkinu og nammibarnum í Hagkaup.

Nú er búið að slaufa Júróvisjón og flestum íþróttaviðburðum. Þegar sjálf Þjóðhátíð í Eyjum verðum slegin af, þá fyrst verður gerð bylting í landinu.

Betri en þú

Janúar er viðbjóður fullur af reynslusögum fullkomna fólksins sem sneri við blaðinu og missti fullt af kílóum og lifir nú á grasi og vatni.

Sérhver síða blaðanna öskrar á mann hve ófullkominn maður er. Að aðrir séu betri en ég. Að maður sé einskis virði.

Auminginn á Aragötunni

Gaurinn á Aragötunni er ekki á góðri leið. Heldur dópveislur dauðans, fer yfir um og meinar stúlkum útgöngu eftir að hafa dúndrað í þær gegn dópi. Slæst svo við lögguna þegar hann er loksins handtekinn.

Ljóst er orðið að hann nýtur betri meðferðar en Jói á bolnum sem er búinn að skíta upp á bak í Breiðholtinu. Er sleppt út með áminningu meðan bílþjófur er sendur í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Alveg komið nóg af þessari samtryggingu flokksins og vernd yfir nauðgurum og barnaníðingum innan hans raða.