Tólf ára

Talið er að á milli tíu og tólf ára aldurs njótir þú mestu hamingjustunda lífs þíns. Ekki enn orðin(n) kynþroska en telur þig samt vita betur en foreldrasettið. Ekki enn farin(n) að vinna eða hafa áhyggjur af reikningum. Hormónarnir ekki enn farnir að stjórna lífi þínu.

Stundum langar mig til að verða tólf ára á ný.

Ólafur Darri bjargvættur

Fyrir rúmum áratug var ég næturvaktstjóri hjá Skeljungi. Stóð mig ekkert sérstaklega vel. Öryggisvörðurinn sem vann á á móti mér dróg mig oft að landi.

Eina sveitta sumarnótt var ég frammi að afgreiða meðan vörðurinn var að fylla á kælinn. Frekar niðurlútur og þunnur eftir dagdrykkjuna. Fátt virðist geta bætt þessa nótt.

En viti menn. Leigubíll rennur í hlað. Út stígur stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson og þrammar inn á bensínstöðina við Vesturlandsveg. Ekkert nema brosið og almennilegheitin. Skellti nokkrum frosnum pizzum á borðið ásamt gosi. Greiddi fyrir og gekk aftur að leigubílnum.

Ólafur brosti allan tímann. Bjargaði vaktinni minni. Ég brosti sem eftir lifði af nóttinni. Hætti við að kála mér í þetta sinn.