Túristunum er farið að finnast of dýrt að koma hingað og þá ákveður verkalýðshreyfingin að fara í verkföll gegn hótelum landsins. Sorry, en tímasetningin er bara eitthvað svo taktlaus.
Auðvitað eru lægstu laun allt, allt of lág og duga engan veginn fyrir framfærslu og þaki yfir höfuðið. Skattleysismörk og persónuafsláttur út úr korti og í engu samræmi við sem það sem þau ættu að vera.
Sannleikurinn er sá að flestar skattbreytingar síðustu ára hafa verið hinum tekjuhærri í hag. Sem við aumingjarnir höfum svo þurft að greiða fyrir með lakari kjörum.
En eins og ég skrifa, þá munu verkföll núna aðeins koma hinum lægst launuðu verst með verkbönnum atvinnurekenda og uppsögnum í kjölfarið. Verkföll eru svo gamaldags og virka ekkert lengur.
Betri árangur næst með samtali andstæðra fylkinga. En þá þarf líka að sitja sem fastast og ræða málin út í þaula. Ekki fara í fýlu við fyrstu tillögu mótaðilans.