Drasl

Fyrir fram hefði ég aldrei trúað að ég ætti svona mikið drasl.  Kom berlega í  ljós við flutningana.  Er farinn að hallast að minimalisma.  Ef maður notar það ekki, í ruslið með það.  Fimm ára reglan er líka ágæt.  Hafi maður ekki séð hlutinn eða notað í fímm ár, í ruslið með hann.

Vonda fólkið

Nú er ég ekki lögfróður maður en er þó nokkuð viss um að erfitt sé að reka mig fyrir skoðanir mínar sem ég viðra á lokaðri fésbókarsíðu utan vinnutíma.

Kristinn risaeðla í HR á eftir að vinna þennan slag fyrir dómsstólum og fá böns of monní í skaðabætur.  Því hann fékk enga áminningu, hvorki skriflega né munnlega, fyrir uppsögn.

Auk þess lagði Snorri í Betel Akureyrarbæ fyrir svipaða uppsögn.  Fordæmið er þar.  Ekki er hægt að reka kennara fyrir slæmar skoðanir um samkynhneigða eða konur á karlavinnustöðum.

Góða fólkið verður bara sætta sig við að bæði skoðana- og tjáningarfrelsið er enn við lýði.  Enn er leyfilegt fyrir miðaldra karlfauska að vera fúla á móti réttrúnaðinum sem ríður yfir landið.

Móðgaður fyrir hönd annarra

Merkilegt hve margir þingmenn fóru í fýlu á Þingvöllum yfir einhverri danskri kerlingu með nasískar skoðanir sem skreið þar upp í 80 milljón króna pontu Alþingis.

Af hverju er fólk alltaf að fara í fýlu yfir skoðunum annarra?  Þori að veðja aleigunni (sem er nær engin þar sem ég er ríkisstarfsmaður og vinn ekki í banka) að meðal þessara 57 þingmanna sem þó mættu á svæðið leynast að minnsta kosti tveir álíka miklir nasistar og hún Pia þingforseti Dana.

Þessi ofurviðkvæmni fyrir hönd annarra er svo undarleg.  Þori aftur að veðja að sárafáir af þessum móðguðu þingmönnum myndu nenna að deila stigagangi með því erlenda fólki sem þau þykjast vera að verja.

Auðvitað er ljótt að tala illa um aðrar þjóðir og kynþætti.  Gera þeim upp allt slæmt.  Kalla þau glæpamenn og bagga á velferðarkerfinu.  Sannleikurinn er því miður sá að þannig er málum fyrir komið í Danmörku og Svíþjóð.  En það má bara ekki tala um það því þá ertu umsvifalaust stimplaður rasisti og ómenni.

Við höfum það enn gott hér á Klakanum.  Erum ekki að drukkna í innflytjendum sem nenna ekki að vinna.  Aðallega harðduglegum Pólverjum sem fá sennilega allt of lág laun fyrir ómetanlegt vinnuframlag sitt.  Hér tíðkast sem betur fer ekki að fara á kerfið.  Fólk kemur hingað til að vinna og skapa sér og sínum framtíð.