Fyrir kurteisissakir

Rann upp fyrir mér á þriðjudagskvöld, eftir að apaheilar Evrópu höfðu hafnað Svölu okkar, að Eurovision er sorp sem þekkir ekki hæfileika.  Ég horfði ekki á fimmtudag og ætla ekki að glápa í kvöld.  Enda tóm tímasóun!

Nenni ekki að horfa upp á Evrópu kjósa „hjartveikan“ og asnalegan Portúgala í allt of stórum jakka sem sigurvegara.  Hvað þá smjörgreiddann Ítala hoppandi eins og hálfviti um sviðið.

Við munum aldrei sigra þessa keppni.  Til þess erum við of fá og eigum of fáa vini. Munum sennilega heldur aldrei komast aftur upp úr undankeppnunum.  Hættum að halda forkeppni.  Sendum bara Pál Óskar.  Ár eftir ár.  Fyrir kurteisissakir.

Það er svo undarlegt

Það er svo undarlegt hve hátt er hægt að öskra af reiði yfir einhverri hundleiðinlegri mynd á RÚV sem var sýnd fyrir háttatíma yngri barna.  Á tímum ört þverrandi áhrifa línulegrar dagskrár er þetta upphlaup í raun fáranlegt.  Hefði verið hægur leikur að reka börnin í rúmið eða einfaldlega slökkja á flatskjánum.

Þeir tímar eru liðnir að fjölskyldan hlammi sér saman í sófann og horfi á mynd sem er á dagskrá sjónvarpsstöðvanna.  Algengara er að hver sé í sínu horni að horfa á netflix í spjaldtölvunni sinni.

Sama fólkið sem eipar yfir Þröstum æpa vegna bjórauglýsinga á sömu stöð og telja þær hvetja ungviðið til drykkju.  Skilja ekki að netið hefur yfirtekið auglýsingarnar og að þar gildir ekki þröngsýn ritskoðun nema þá hjá einræðisríkjum.

Enn og aftur apaheilar.  Unglingar horfa ekki á RÚV!!!

Tjáningarfrelsið

„Það eru mannréttindi að vera heimskur“, kemst Þórarinn Þórarinsson (Tóti) að orði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni á miðvikudaginn.  Hann og vinur hans Jakob Bjarnar voru mættir til að ræða sýknudóm yfir Pétri Gunnlaugssyni á Útvarpi Sögu vegna hatursummæla.  Sigur fyrir tjáningarfrelsið.

Dæma átti Pétur fyrir að hafa haft opið fyrir símann í beinni útsendingu og ekki loka á fólk sem fannst eitthvað skrítið við að félagasamtök, þ.e. Samtökin 78, fengju óheftan aðgang að grunnskólum Hafnarfjarðar með fræðslu sína um samkynhneigð, meðan skellt væri dyrum framan í trúfélög í Reykjavík um orð Guðs.

Hvað eru frjáls félagasamtök annars að vaða inn í grunnskóla landsins?  Látið börnin í friði með sitt nám og þroskaferli!  Getið reynt að heilaþvo þau seinna í framhaldsskólunum þegar þau búa yfir meiri þroska til að vega og meta bullið frá ykkur.

Innhringjendur Útvarps Sögu eiga rétt á sínum skoðunum.  Sumar þessara skoðana flokkast eflaust sem fordómar.  Brot þeirra sem hatursorðræða.  Og hvað með það! Enginn er neyddur til að hlusta.  Jafnvel þó slagorð stöðvarinnar sé „þú verður að hlusta“.

Að drepa umræðu með málsóknum er gulltrygging fyrir að viðkomandi hrópar bara hærra og lætur út úr sér enn verri orð.  Hver er bættari með því?  Það er svo tilgangslaust í netvæddu nútímasamfélagi að reyna að beita skoðanakúgun með lögum eða valdi.

Hvað þá af félagi einstaklinga sem voru lengst af kúgaðir og neyddir í felur með kynhneigð sína.  En hafa svo tapað trúverðugleika með þessu þröngsýna nöldri og því að leyfa inngöngu alls kyns pervískra aðila inn í félag sitt sem hefur leitt til víðtækra úrsagna og óvinsælda.  Hvernig ætli mætingin í gleðigönguna verði í ár?