Trumpville U.S.A.

Rosalega held ég að margir kjósendur Trump séu með óbragð í munninum einmitt núna yfir að hafa kosið þennan trúð í Hvíta húsið.  Hann hatar alla jafnt og ætlar sér að refsa allri bandarísku þjóðinnni, innflytjendum og fjölmiðlum eftir því sem þau gagnrýna hann.

Maðurinn er svo fordekraður, heimskur og ófær um mannleg samskipti að heiminum stafar virkileg ógn af honum.  Svo hefur hann skipað tóma brjálæðinga í kringum sig sem ráðherra.  Álíka eiginhagsmunaseggi með enga reynslu af stjórnsýslu.

Umhverfið og heimurinn allur má fara að vara sig næstu fjögur árin.  þessir hvíthærðu menn eru ekkert að grínast.  Þeirra markmið er aðeins að auka við auð sinn í embættum og restin af heiminum má fokka sér á meðan.

Ef einhvern tíma var ástæða til byltingar í Bandaríkjum Norður – Ameríku, þá er það nú. Fjögur ár af þessari geðveiki gengur engan veginn upp.  Helvítið hann George W. Bush er eins og kórdrengur við hliðina á þessu skoffíni sem núna situr í Vesturálmunni.

Dómsdagsspár

Ég nenni ekki að munnhöggvast við þennan meinta meirihluta sem vill áfram þramma í Ríkið eftir brjóstbirtunni sinni.  Enda er það eins og að ræða við krepptan hnefa.  Tóm tímasóun þar sem þetta lið skítur frekar standandi heldur en að tylla sér á setuna sér til hægðarauka.  Við breytum aldrei skoðun hvors annars.

Kolbrún, Brynjar og Kristín orða sjónarhorn mitt mun betur en ég:

Lok, lok og læs

Mjólkurbúðir á hverju horni

ÁTVR – laus umræða

ÁTVR er risaeðla

Sumir halda að ósekju að ég sé argasti kommúnisti og afturhaldsseggur.  Þeim gæti ekki skjátlast meira.  Hef ætíð verið mjög frjálslyndur í hugsun, sérstaklega þegar kemur að verslunarfrelsi. Skil engan veginn rökin fyrir rekstri ríkisrekinnar áfengisverslunar. Hvers konar kommúnismi er það!

Þetta batterí er botnlaus mjólkurkú fyrir skattheimtu ríkissjóðs.  Keyrð áfram undir yfirskini forvarnarstefnu með himinháu vöruverði og slöku úrvali.  Get ekki séð að þessi gjöld og skattar ríkisins fari allir í forvarnar – og meðferðarstarf.

Eins lítið traust og ég hef á ríkisstjórninni þá ber ég þó þá von í hjarta að loksins verði ÁTVR lagt niður og sterk vín, léttvín og bjór rati í hillur allra verslana sem það nenna að selja. Og í kjölfarið verði farið í að skera niður skatta og gjöld á sjálfsagðri matvöru sem áfengir drykkir eru.

Hér flæðir allt í eiturlyfjum sem eru bæði ódýrari og auðveldara að nálgast heldur en bjórdós í Ríkinu.  Samt er þrjóskast við og haldið áfram með fáranlegar vínbúðir í eigu og rekstri ríkisins.  Frekar bjór og léttvín heldur en hass, amfetamín eða hvít lína af kókaíni!

Hér er stæk forræðishyggja á ferð til þess eins gerð að róa huga fólks sem dreypir ekki á áfengi og átti kannski í vandræðum með áfengisneyslu sína hérna áður fyrr.  Okkur hinum kemur það bara ekkert við.  Við viljum okkar veigar á viðunandi verði og í sem flestum búðum.

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/thu-faerd-vodkaflosku-a-6.500-kr.-radherrar-thingmenn-forsetinn-og-forstjori-atvr-borga-1.700

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/05/14/taprekstur_a_vinbudahluta_atvr/