Hverjir nota strætó?

Margaret Thatcher er sögð hafa sagt að sérhver sem ferðaðist með strætó eftir 25 ára aldurinn hefði mistekist í lífinu.

Eftir því sem ég eldist verð ég henni meira sammála. Af hverju kaupi ég mér ekki bara bíl? Jú, vegna þess að ég þarf sjálfskiptan bíl vegna ónýts vinstri fótar og mig langar helst í rafbíl eftir að hafa prófað slíkt kvikindi.

Þessir bensínhákar eru svo úreltir og beinskiptir og rafbílarnir svo dýrir og sjálfskiptir.

Hinsegin dagar III

Frábært veður og stórkostleg mæting. Ekkert vesen og allir ánægðir. En ég hætti við að mæta og brunaði frekar upp í Boðaþing til mömmu. Eitthvað svo erfitt að dröslast niður í bæ og snúa aftur heim með strætó í öllum þessum lokunum. Haltrandi á öðrum fæti við staf.

Hinsegin dagar II

Umræða í hádeginu um skilgreiningar á kynhneigð fólks. Getur reynst ansi flókið fyrir okkur gamla fólkið sem höfum mætt í nánast allar gleðigöngur frá byrjun. Fyrst voru bara hommar, lesbíur og trans.

Síðan hafa fleiri flokkar bæst við sem við höfum varla meðtekið en styðjum samt því réttindi allra eiga að skipta máli. Vera jöfn. Mannréttindi.