Strætó V

Fössari.  Snemma heim úr saltnámunum.  Vagninn þægilega tómur og enginn búinn að gera alvarlega á sig.  Næsta stopp breytir því snögglega.  Fimmtán stykki af sjö eða átta ára krökkum storma inn ásamt einni tilsjónarkonu.  Oooohhhhhh!!!  Why me?

Nöttarinn

Kjagaði í hægðum mínum frá Snælandsvideo með tvöfaldan, franskar, kokteil og zero þegar einhver sextugur nöttari í unicef bol og með grátt, sítt Jesúhár fór að æpa á mig „payback, payback“.  Mér dauðbrá og sá fyrir mér að verða skorinn á háls áður en ég kæmist aftur til vinnunnar.  Hef sjaldan gengið eins hratt í sandölum.

Gildir einu fyrir mér

Fólk er að velta sér upp úr því hvort Sigurður Ingi bjóði sig fram gegn Sigmundi Davíð á flokksþinginu í byrjun október.  Fyrir mér gildir það einu.  Skiptir litlu hvor þeirra leiðir flokkinn.  Mun kjósa hvorugan.

Að vísu er Sigurður Ingi skárri kostur.  Hann er sagður mannasættir og er augljóslega ekki veikur á geði eins og núverandi formaður.  Hefur komið á óvart sem forsætisráðherra með málakunnáttu og hnyttni á erlendum vettvangi.  Sigurði til vansa má telja nýja búvörusamninga og nauðungarflutning Fiskistofu norður til Akureyrar.

Mestu skiptir að almenningur falli ekki aftur í sömu gildru og veiti þessum bjánaflokki fjórðung atkvæða þjóðarinnar út á afstöðuna til Icesave og leiðréttinguna sem varð hvorki fugl né fiskur þegar upp var staðið.