Miðað við allt hatrið sem er í gangi í heiminum er varla á það bætandi. Heilli þjóð er slátrað á Gaza með samþykki appelssínugula fyrirbærisins í Hvíta húsinu sem sjálfur klýfur eigin þjóð í herðar niður svo hann geti orðið konungur Bandaríkjanna.
Virðing fyrir lýðræði og frjálslyndi fer þverrandi. Frekjur úr öllum áttum heimta boð og bönn. Afturhvarf til leiðinda. Gleymum því oft hve frelsið er dýrmætt.