Djöfulsins snilld! Gleymdi símahelvítinu í vinnunni og mér er svo nákvæmlega sama. Enda bara takkasími sem ég nota sem vekjaraklukku. Auk þess hringir þetta gerpi aldrei! Hálf tilgangslaust að burðast með hann milli staða.
Author: Þrasvarður
Júróvisjónland
Kaus lag Karlottu „Eye of the storm“ þrisvar sinnum. Er að hugsa um að fara í meðferð við Júróvisjónisma. Hér er ekki allt með felldu. Og það hjá manni sem þykist bara horfa og hlusta með öðru auga og eyra. Og eins sjúkur og ég er orðinn, þá er víst best að láta allt flakka og kjósa Grétu Salóme og rip-offið hennar af lagi Loreen. Þoli ekki þetta FM957 væl hans Júlí Heiðars.
Mér er augljóslega ekki viðbjargandi.
Pizzusneiðin
Kerfið hefur náð yfirhöndinni. Stúlku var neitað um að greiða umframverð fyrir pizzusneið á öskudag í mötuneyti Fellaskóla því tölvan sagði nei. Hún var ekki í áskrift og því holdsveik í augum skólans og átti ekkert með að heimta sneið.
Kerfiskall af skólaskrifst0fu Reykjavíkur kom í viðtal og varði þetta með bros á vör. Svona væru nú reglunar. Eftir þeim yrði að fara og Fellaskóli væri til fyrirmyndar í þeim efnum. Ég sparkaði næstum í gegnum túbusjónvarpið mitt af bræði.
Dagur borgarstjóri deildi gremju minni og það fauk eðlilega í hann. Svona komum við ekki fram við börn.