Dónaskapur

Af hverju er lögreglan kölluð til með fíkniefnahund þegar fyrstu bekkingar Fjölbrautarskólans í Breiðholti halda í busaferðina sína?  Hvað gengur skólastjórnendum þessa framhaldsskóla eiginlega til?

Tortryggni er ekki góð aðferð til að taka á móti nýjum nemendum.

Back to work

Fjögurra vikna sumarleyfi senn á enda.  Góð hvíld þar sem ég féll sem betur fer ekki í þá gryfju að fara gera hitt og þetta sem hefur setið á hakanum. Tjillaði fyrir allan peninginn. Fjórar vikur eru flott frí til að ná áttum.  Maður þarf ekki alltaf að fara eitthvert.  Nóg að hugurinn hvílist vel og vandlega.