Mannleysa og heigull

Æ, Gunnar Bragi pulsusali og bensíntittur frá Skagafirði, málpípa og strengjabrúða kaupfélagsstjórans þar. Af hverju lætur þú okkur ekki í friði! Við eigum nóg með allar lægðirnar sem á okkur dynja. Þurfum ekki heimskuna og hrokann í þér að auki.

Vín frá ríkinu í almennar búðir

Vilhjálmur Árnason og Róbert Marshall tókust á um áfengisfrumvarpið í síðdegisútvarpi Rásar 2 á fimmtudaginn. Eins rökviss og Róbert var á móti þá var aðdáunarvert að hlýða á Vilhjálm koma með öll sín mótrök. Og þau hljómuðu eins og sinfónía í mín eyru.

Einu áhyggjurnar eru verðlagning (græðgi) verslananna. Mun verðið á veigunum hækka upp úr öllu valdi. Þess vegna væri sniðugt að reka Vínbúðirnar samhliða til reynslu og mótvægis að minnsta kosti fyrsta árið.

Klippt og skorið

Sá brot úr múslimaþætti Lóu Pindar á Stöð 2. Einhver skeggjaður kall í kjól (kufli) með hækju rífandi kjaft og talandi á móti hommum og lesbíum var nú ekki alveg að gera málstað þeirra neinn greiða. Svo hékk þessi drumbur í dyrakarminum og stjórnaði því sem dóttir hans var að reyna að koma til skila. Gott þegar svona drottningarviðtöl sýna sannleikann sem átti að fegra í upphafi.