Elín Sif Halldórsdóttir fer til Austurríkis í Eurovision fyrir okkar hönd. Óþarfi að halda næstu undanúslit og lokaúrslit. Ekkert frábært lag þannig séð heldur bara sannur flutningur, einlægni og einfaldleiki. Þarf ekki meira og alls ekki allt þetta innsog og yfirhleðslu hinna atriðanna í gærkvöldi.
Author: Þrasvarður
Drykkjusýkin er djók
Einhverjir bandarískir vísindamenn hafa fært sönnur á að það sé ekkert til sem heitir alkahólismi, heldur ráðist óregla með vín frekar af aðstæðum fólks heldur en genum. Ef fólk býr við slæmar aðstæður og sinnir illa launuðum og óspennandi störfum, þá aukast líkurnar á að það misnoti áfengi. Alkahólismi er sem sagt ekki til sem sjúkdómur. Hann er félagslegt vandamál og var fundinn upp af uppþurrkuðum ölkum í Ameríku rétt fyrir seinna stríð til að græða pening á fólki sem vildi hætta að drekka.
Þetta hef ég alltaf sagt! Og virðist nú hafa haft rétt fyrir mér.
Neytendur munu ætíð tapa
Hluti Sjálfstæðisflokksins þykist vera frjálslyndur en er það ekki í raun. Fólk þar innanborðs skilur ekki frelsi einstaklingsins. Aðeins frelsi RÍKRA einstaklinga til að níðast á okkur hinum í von um meiri gróða.
Sjálfur tel ég mig vera frekar frjálslyndan einstakling. Svo mjög að teboðsrepublikanar í Bandaríkjunum væru fyrir löngu búnir að senda launmorðingja á eftir mér byggi ég þar. En ég er jafnframt jafnaðarmaður af gömlum kratískum rótum. Annað útilokar ekki hitt.
Þó ég vilji eins mikið einstaklingsfrelsi og mögulegt er þá heimta ég einnig jöfnuð og félagslegt net fyrir fólk. Félagslegt öryggi verður að vera til staðar, annars hrynur samfélagið innan frá. Þess vegna svíður mig að verið sé að stytta tíma fólks á atvinnuleysisbótum úr þremur árum í tvö og hálft ár. Þessir einstaklingar fara bara á sveitina. Slíkt er ekki frjálslyndi heldur mannvonska þeirra sem aldrei hafa upplifað langtímaatvinnuleysi í kjölfar hruns.
Störfin þurfa að vera til staðar svo hægt sé að stytta bótatímabil atvinnulausra. Þau skapast ekki með því að stytta bótatímann einhliða, eins og Bjarni Ben. og félagar virðast trúa. Ekki frekar að vöruverð muni lækka við að lækka hærra stig virðisaukaskatts eða slá af vörugjöld. Verslunin mun bara gleypa ágóðann eins og alltaf, enda flestir þar í Sjálfgræðgisflokknum. Neytendur munu ætíð tapa á endanum.