Eignumst fleiri börn!

Nú er ég að baslast eitthvað við að bæta við mig einingum í sagnfræði með vinnu. Eitthvað sem ég hef verið að gera síðustu þrjúhundruð árin án þess að klára…og mun sennilega aldrei gera. En það er gaman að reyna á litla heilabúið.

Í síðasta tíma kom kennarinn með einfalda svarið við því af hverju Evrópa flytur inn fólk frá fjarlægum löndum með ólíkari siði og sýn á heiminn en við. Vegna þess að við erum hætt að eignast börn og þurfum því vinnuafl frá öðrum löndum til að fylla upp í skarðið til að halda uppi hagvexti og framþróun.

Er sem sagt okkur sjálfum að kenna en ekki vesalings fólkinu sem slæðist hingað í leit að ögn skárra lífi. Lausnin er einfaldlega fólgin í því að gera fólki auðveldara fyrir að eignast og ala upp barnahóp í stað þess að refsa þeim fyrir barnalánið. Foreldrar ættu að fá fjárhagsaðstoð með hverju barni. Myndi margskila sér í ríkiskassann til lengri tíma litið. Yrði fjárfesting til framtíðar og við gætum dregið úr innflutningi á vinnuafli sem okkur er mörgum í nöp við og mun með þessu áframhaldi leggja undir sig Evrópu og breyta henni í múslimaríki.

Sjálfur er ég trúlaus!

Frelsi að eilífu!

Bretar eru eðlilega reiðir yfir að flaggað sé í hálfa stöng vegna dauða konungs Saudi-Arabíu og að forsætisráðherrann og erfðaprinsinn mæti til jarðafararinnar. Þessi þjónkun við olíufursta sem virða engin mannréttindi og kúga konur fer illa í fólk hérna megin jarðkringlunnar.

Mannvitsbrekkurnar Andri Freyr og Gunna Dís á Rás 2 tjá sig um myndbirtingar Charlie Hebdo á Múhameð spámanni múslima. Segja að við eigum að hætta að birta slíkar skopmyndir því þær fara svo í taugarnar á einhverju liði sem býr aftur á miðöldum í eyðimörk og óþrifnaði.

Ganga þar með í lið með „Je ne suis pas Charlie“ liðinu sem styður skert tjáningarfrelsi því að einhver gæti móðgast. Skilja ekki að það verður hvorki nú né seinna gefinn afsláttur á frelsi okkar sem búum á Vesturlöndum til að þóknast örfáum öfgasinnuðum handklæðahausum í rykugum eyðimörkum Norður-Afríku.

http://www.dv.is/frettir/2015/1/22/eru-einhverjir-hlaupandi-um-goturnar-oskrandi-n-ordid-af-thvi-thad-ma-nei-hvada-bull-er-thetta/

http://www.ruv.is/frett/reidi-vegna-floggunar-i-halfa-stong

Byssukúlu frekar en betl á hnjánum

Bretar, Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir hafa ákveðið að hleypa ekki aftur inn mönnum sem hafa farið að berjast fyrir ISIS eða Al-Qadea í Sýrlandi og öðrum arabalöndum. Svipta þá vegabréfi og ríkisborgararétti. Refsa þeim fyrir eitthvað sem fyrr voru talin æskubrek, að fullorðnast.

Ungir menn án vinnu og markmiðs eru í hættu á að leita uppi átök og skrá sig til þátttöku í þeim. Þannig hefur það alltaf verið. Betra að falla fyrir byssukúlu en betlandi á hnjánum. Málstaðurinn skiptir ekki öllu.

Í bandaríska borgararstríðinu börðust bræður móti hvorum öðrum því þörf þótti norðan meginn á að koma landinu sameinaðu inn í nútímann. Mikið held ég að margir ungir menn hafi glaðir skráð sig og hlaðið sinn hólk fyrir þau átök án þess að telja sig gerast hryðjuverkamenn. Rétt eins og í spænska borgarastríðinu á fjórða áratug síðustu aldar þar sem streymdu að ungir menn hvaðan að af til að taka þátt í aðal dæminu þá.

Nútíminn hefur enga þolinmæði lengur fyrir svona ævintýramennsku og vill ekki fá til baka þrautþjálfaða hermenn sem eru orðnir öfgasinnaðir múslimar á móti vestrænum háttum. Nóg er nú samt af vitleysingunum í Evrópu og Ameríku. Þá eru þeir betur geymdir áfram í sínum fyrirheitnu löndum.