Nú er ég að baslast eitthvað við að bæta við mig einingum í sagnfræði með vinnu. Eitthvað sem ég hef verið að gera síðustu þrjúhundruð árin án þess að klára…og mun sennilega aldrei gera. En það er gaman að reyna á litla heilabúið.
Í síðasta tíma kom kennarinn með einfalda svarið við því af hverju Evrópa flytur inn fólk frá fjarlægum löndum með ólíkari siði og sýn á heiminn en við. Vegna þess að við erum hætt að eignast börn og þurfum því vinnuafl frá öðrum löndum til að fylla upp í skarðið til að halda uppi hagvexti og framþróun.
Er sem sagt okkur sjálfum að kenna en ekki vesalings fólkinu sem slæðist hingað í leit að ögn skárra lífi. Lausnin er einfaldlega fólgin í því að gera fólki auðveldara fyrir að eignast og ala upp barnahóp í stað þess að refsa þeim fyrir barnalánið. Foreldrar ættu að fá fjárhagsaðstoð með hverju barni. Myndi margskila sér í ríkiskassann til lengri tíma litið. Yrði fjárfesting til framtíðar og við gætum dregið úr innflutningi á vinnuafli sem okkur er mörgum í nöp við og mun með þessu áframhaldi leggja undir sig Evrópu og breyta henni í múslimaríki.
Sjálfur er ég trúlaus!