Stundin

Charlie Hebdo málið er bæði sorglegt og til þess gert að minna okkur á hve viðkvæmt og dýrmætt tjáningarfrelsið er í raun og veru. Á Íslandi er farið öðruvísi að því að þagga niður í opinberri umræðu. Hér kaupir bara Framsóknarflokkurinn upp gagngrýni í gegnum Björn Inga Hrafnsson.

En verður sem betur fer ekki að ósk sinni því í gegnum http://www.karolinafund.com mun rísa nýr og óháður miðill með framlagi okkar sem trúum á gagnrýna umræðu án krumla stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila. Stundin verður hið nýja DV og betra. Þar fá ekki kaldir fingur Framsóknar að kveða niður umræðuna.

Allt ferlið í kringum DV hefur verið ömurleg aðför að tjáningarfrelsinu. Eina blaðið sem hefur þorað að rannsaka og gagnrýna hefur þurft að þola fjandsama yfirtöku aðila sem líða ekki að um þá sé fjallað. Ég vorkenni þeim blaðamönnum sem enn eru eftir á þessum fjölmiðli. Vonandi finna þau sér aðra og betri vinnu sem fyrst.

Dýrið gengur laust!

Kom sjálfum mér á óvart eftir vinnu á föstudaginn. Sat vagninn úr vinnu alla leið í Smáralind og stormaði beint inn í Dressman XL. Mátaði buxur í gríð og erg. Keypti tvennar og veit núna hvaða stærð ég þarf. Svitnaði ekki neitt og leið bara vel inni í búðinni. Svo vel að kona nokkur með manninn sinn í eftirdragi taldi mig vera starfsmann þar sem ég rótaði í fatarekkum milli mátunar.

Baráttan við félagsfælnina heldur áfram með góðum árangri. Og gaman að komast að því að seld séu smekkleg föt fyrir fituhjassa eins og mig á viðráðanlegu verði. Þurfum ekki lengur að líta út eins og fávitar í allt of litlum spjörum. Mun heimsækja Dressman XL aftur. Og aðrar verslanir sem selja yfirstærðir.

Dýrið gengur laust!

Je suis Charlie!

Je suis Charlie! Skil ekki alveg þetta lið „Je ne suis pas Charlie!“ sem segist fordæma aftökur á blaðamönnum Charlie Hebdo en samþykkja ekki innihald skopmyndablaðsins. Hvernig geta þessir einstaklingar þóst styðja tjáningarfrelsið? Blaðamenn eru myrtir fyrir háð sitt og þetta fólk fer að vorkenna trúarsystkinum banamanna þeirra.

Og fer svo að væla yfir gaurum eins og mér sem benda á þetta misræmi í málflutningi þeirra í stað þess að skammast sín fyrir að traðka á gröf manna sem féllu fyrir hendi tveggja vesalinga sem notuðu trúarbrögð til að breiða yfir hatur sitt á málfrelsi.